Rúnir - Egill Skallagrímsson

 

Þegar Ísland byggðist voru rúnir ritmál norrænna þjóða. Orðið rún þýddi upphaflega leyndarmál eða leynilegt tákn, notað til galdra. Rúnir voru ristar eða höggnar í hart efni eins og tré, horn eða stein og einkenndust af beinum línum og hvössum hornum. Aðeins um hundrað rúnaristur hafa fundist á Íslandi en fjölmörg dæmi eru um rúnir og rúnanotkun í Íslendingasögunum. Egilssaga er meðal þeirra Íslendingasagna þar sem fjallað er um rúnir og rúnagaldra. Aðalsöguhetjan, Egill Skallagrímsson, er líklega einn þekktasti víkingur allra tíma. Hann var harðskeyttur og óvæginn en jafnframt eitt mesta skáld víkingaaldar og líklega eina skáldið í Íslendingasögunum sem hafði þekkingu á galdrarúnum. Þekking hans á rúnafræðum veitti honum yfirburði við vissar aðstæður. Dæmi um slíkar aðstæður er þegar bóndadóttir lá fársjúk eftir að henni höfðu verið ristar meinrúnir í þekkingarleysi í stað manrúna. Með rúnakunnáttu sinni læknaði Egill stúlkuna og lét þessi frægu varnarorð falla, orðspeki sem enn í dag má draga lærdóm af:

       Skalat maður rúnir rista, nema ráða vel kunni

Nánari texti fylgir vöru

Stærð: 27 x 150 cmSkyldar vörur