Riddararós - stór

 

Riddararósin er unnin upp úr hinu svokallaða Riddarateppi sem hefur verið varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands frá árinu 1870. Teppið er gert úr hörléreftsdúk sem er útsaumaður með gömlum krosssaum eða fléttusaum eins og handbragðið er nefnt í dag. Ekki er vitað með vissu hver saumaði Riddarateppið eða hvaðan það er upprunnið en talið er að það hafi verið gert í kringum 1700 þar sem mynstrið styðst við fyrirmyndir frá miðöldum. Í mynstri Riddarateppisins er mikið um hringreiti og marghyrnda reiti en slíkt fyrirkomulag er einkennandi fyrir íslensk útsaumsmynstur. Alla tíð síðan teppið var keypt til Þjóðminjasafnsins hefur það vakið athygli og áhuga hannyrðafólks um allt land. Margir hafa spreytt sig á eftirgerð þess en sumir hafa notað mynstur Riddarateppisins sem innblástur fyrir nýjar hugmyndir í hannyrðasköpun.

Nánari texti fylgir vöru

Stærð: 44 x 140 cmSkyldar vörur