Orð - Davíð Stefánsson

 

Davíð Stefánsson fæddist árið 1895 Í Fagraskógi við Eyjafjörð. Árið 1919 gaf hann út sína fyrstu ljóðabók sem nefndist Svartar fjaðrir. Davíð hefur líklega ekki órað fyrir þeim móttökum sem bókin átti eftir að fá. Hún seldist upp á skömmum tíma og fljótlega voru kvæðin á hvers manns vörum. Sjaldan eða aldrei hafa íslensk skáld náð jafnmiklum vinsældum með sinni fyrstu ljóðabók. Ljóðin báru með sér ferskan blæ og leiddu lesandann inn á nýjar slóðir ljóðlistar. Davíð tjáði sig opinskátt og á einfaldari og persónulegri máta en áður hafði tíðkast og varð eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar. Árið 1933 gaf hann út sína fimmtu ljóðabók, Í byggðum. Bókin fékk frábæra dóma og um þetta leyti stóð Davíð á hápunkti sem ljóðskáld. Nú skil ég stráin er eitt af kvæðum þessarar ljóðabókar og úr því er þessi fallega ljóðlína:

       Þeir vita það best, hvað vetur er, sem vorinu heitast unna.

Nánari texti fylgir vöru

Stærð: 8,5 x 130 cmSkyldar vörur