Leikur

 

Pétur Behrens er fæddur árið 1937 í Hamborg í Þýskalandi. Hann stundaði listnám í Hamborg og Berlín og hlaut gullverðlaun við lokapróf fráMeisterschule für Grafik í Berlín. Pétur flutti til Íslands árið 1963 og vann jöfnum höndum að myndlist og hestamennsku. Hann starfaði sem grafískur hönnuður og tamningamaður en kenndi jafnframt viðMyndlista- og handíðaskóla Íslands og Myndlistarskóla Reykjavíkur. Pétur hefur haldið margar málverkasýningar, hér á landi og erlendis, og einnig myndskreytt fjölda bóka, bæði fagurbókmenntir og bækur um íslenska hestinn. Pétur stundaði hestamennsku af kappi meðan hann bjó í Þýskalandi en keypti sinn fyrsta hest á Íslandi. Hann keppti á Evrópumóti íslenska hestsins og var liðstjóri Íslendinga á nokkrum mótum. Hann er einn af stofnendum Félags tamningamanna og stofnaði ásamt fleirum hestatímaritið Eiðfaxa. Á starfsferli sínum hefur Pétur tekið þátt í að kynna íslenska hestinn á erlendri grundu og var sæmdur gullmerki hestamanna fyrir störf sín í þágu íslenska hestsins.

Pétur býr í Finnsstaðaholti við Egilsstaði ásamt konu sinni, Marietta Maissen. Frekari upplýsingar um verk Péturs er að finna á heimasíðu þeirra hjóna, www.finnsstadaholt.com.

Stærð: 53 x 36 cmSkyldar vörur