KVAK - margnota gluggamyndir

 

Vörulínan KVAK er hönnuð af myndlistarkonunni Guðrúnu Sigurðardóttur.

Guðrún útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1977 og hefur starfað við myndlist síðan. Hún starfrækti vinnustofu í Gallerí Kletti í Hafnarfirði um tíu ára skeið og hefur kennt myndlist við Snælandsskóla og Myndlistarskóla Kópavogs um langt árabil.

Kvak samanstendur af átta fuglum sem hver á sinn máta stendur fyrir hið fallega hugtak FRELSI.

Guðrún naut aðstoðar barna í fjölskyldu sinni við að velja fuglunum nöfn og fannst það afar viðeigandi þar sem hugur þeirra er jafnfrjáls og óheftur og myndefnið.Skyldar vörur