Haförn

 

Haförninn er stærsti og jafnframt sjaldgæfasti ránfugl á Íslandi. Hann hefur gjarnan verið nefndur konungur fuglanna og er glæsilegur á að líta þegar hann flýgur yfir með tignarlegum vængjaslætti og hnitar hringi hátt uppi í himinhvolfinu. Feiknarlegt vænghaf hans getur orðið allt að tveggja og hálfs metra langt og hann getur náð þrjátíu til fjörutíu ára aldri. Hann veiðir sér aðallega fisk og fugla til matar en gerir sér hræ að góðu ef lítið er um æti. Á milli þess sem hann svífur um í leit að bráð situr hann oft langtímum saman kyrr á sama útsýnisstaðnum. Hann helgar sér víðáttumikið umráðasvæði sem kallast óðal og þar heldur hann sig meira eða minna allt árið um kring.

Nánari texti fylgir vöru

Stærð: 52 x 150 cmSkyldar vörur