Biðukollur - margnota gluggamyndir

 

Hin dúnmjúka biðukolla er ákaflega falleg þar sem hún breiðir úr sér á íslenskum túnum og flestir landsmenn kannast við að hafa blásið fræjum hennar upp í himininn og fylgst með þeim svífa fislétt um í golunni. Hún vex um allt land og myndast þegar túnfífill hefur blómgast og gerir sig líklegan til að fjölga sér. Þá lokar hann blómakörfunni um hríð, en opnar hana svo aftur þegar fræin eru fullþroskuð og myndar gráhvíta biðukollu. Hún vex snemma að vori og langt fram eftir hausti og margir tengja hana við birtu, gleði og betri tíð. Hún er sannarlega ómissandi þáttur í íslenska sumrinu.

Nánari texti fylgir vöru

Stærð: 13,5 x 20 cm (x2)Skyldar vörur