Afsakið hlé

 

Það er helgi og árið er 1996. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir í sófanum með popp og sælgæti í kjöltunni. Laugardagsmyndin hefur náð hápunkti og aðalsöguhetjan reynir í örvæntingu að bjarga ástinni sinni úr lífsháska. Mikil spenna ríkir meðal fjölskyldunnar sem lifir sig af einlægni inn í myndina. Unglingurinn ber hendur fyrir munn sér og pabbinn tekur andköf þegar söguhetjunni skrikar skyndilega fótur og er nánast dottin ofan af háhýsi. En þá gerist hið ótrúlega. Í einni svipan er öllum kippt yfir í raunveruleikann. Orðin Afsakið hlé standa á skjánum og fjölskyldan verður að bíða um óákveðinn tíma meðan tæknimenn sjónvarpsins leysa vandann. 

Nánari texti fylgir vöru

Stærð: 51 x 82 cmSkyldar vörur