Fyrirtækið

VEGG er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem hannar vegglímmiða og veggspjöld.

Fyrirtækið hefur að markmiði að bjóða upp á fallegar og vandaðar íslenskar vörur. Hönnun og framleiðsla er í höndum systranna Lilju B. Runólfsdóttur, Sigrúnar Þ. Runólfsdóttur og Kristínar Harðardóttur. Fyrstu vörur VEGG fóru á markað haustið 2013, þá einungis vegglímmiðar. Vöruúrvalið hefur breyst töluvert síðan þá og nýjum vörum og litum hefur verið bætt við. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á gæði og endingu vörunnar og því er úrvalsefni notað í framleiðsluna. Límmiðarnir eru úr sterkri fjölliðafilmu sem lagar sig vel að veggnum og hefur ekki tilhneigingu til að flagna af eins og lakari filmur geta gert.​ Uppsetning vegglímmiðanna er einföld og vörunum fylgja góðar leiðbeiningar, bæði á íslensku og ensku. Einnig er hægt að horfa á myndband þar sem farið er yfir uppsetningu vegglímmiða skref fyrir skref með því að smella hér.