FyrirtækiðVEGG hefur að markmiði að bjóða upp á fallegar og vandaðar íslenskar vörur.

Fyrirtækið hefur til sölu vegglímmiða og margnota gluggamyndir. Hönnun og framleiðsla er í höndum systranna Lilju B. Runólfsdóttur, Sigrúnar Þ. Runólfsdóttur og Kristínar Harðardóttur en þær hafa einnig fengið til liðs við sig myndlistarmenn og unnið vörur út frá verkum þeirra. Í augnablikinu eru myndlistarmenn VEGG tveir, þau Guðrún Sigurðardóttir og Pétur Behrens.

SysturnarFyrstu vörur VEGG fóru á markað haustið 2013, þá einungis vegglímmiðar. Vöruúrvalið hefur aukist stöðugt síðan þá og nýjum vörum og litum verið bætt við.

Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á gæði og endingu vörunnar og því er úrvalsefni notað í framleiðsluna. Límmiðarnir eru ur sterkri fjölliðafilmu sem lagar sig vel að veggnum og hefur ekki tilhneigingu til að flagna af eins og lakari filmur geta gert. Umbúðirnar eru sterkar og því auðvelt að ferðast með vörurnar án þess að þær verði fyrir hnjaski.

Uppsetning vegglímmiðanna og gluggamyndanna er einföld og vörunum fylgja góðar leiðbeiningar, bæði á íslensku og ensku. Einnig er hægt að horfa á myndband þar sem farið er yfir uppsetningu vegglímmiða skref fyrir skref með því að smella hér.