Vegvísir – veggspjald

Vegvísir er íslenskur galdrastafur ætlaður til verndar gegn því að velja ranga leið. Samkvæmt heimildum á Vegvísirinn að koma í veg fyrir að sá sem hefur stafinn með sér villist í roki eða vonskuveðrum þótt hann ferðist um ókunna slóð. Galdrastafir geta verið táknrænir á annan hátt en í sinni beinu merkingu. Þó eiginleg merking hafi vísun í náttúruöfl geta þeir ekki síður verið ætlaðir til að hjálpa viðkomandi að öðlast andlegan styrk. Vegvísirinn er dæmi um þetta því hann má ekki einungis nýta til að rata rétta leið í vonskuveðri heldur einnig sem hugrænan áttavita til að villast ekki í hugsun og taka rétta stefnu í lífinu.

Nánari texti fylgir vöru

Stærð: 40 x 50 cm


Skyldar vörur