Hnúfubakar – vegglímmiðar

Hnúfubakar eru kringum Ísland við fæðunám á sumrin en ferðast til hlýrri hafsvæða á haustin. Nafnið er dregið af horni aftarlega á baki hvalanna sem geta orðið sautján metra langir og vegið allt að fjörutíu tonn. Þeir eru fjörugir og leika listir í vatnsyfirborðinu sem eru oft mikið sjónarspil. Hnúfubakar voru friðaðir hér við land árið 1955, alfriðaðir 1966 og stofninn hefur farið hægt vaxandi síðan. Í dag eru hnúfubakar tiltölulega algeng sjón í hvalaskoðunarferðum umhverfis Ísland. Vegglímmiðinn Hnúfubakar er gerður eftir teikningu Guðrúnar Sigurðardóttur myndlistarkonu.

 

Stærð: 15 x 21 cm


Skyldar vörur