Vikuplan – vegglímmiði fyrir krítartúss

Yfirskrift vikuplansins frá VEGG er vísun í texta íslenska tónlistarmannsins Bjartmars Guðlaugssonar við samnefnt lag hans. Fyrsta vers og viðlag eru á þessa leið:

Líkt og ástarljóð sem enginn fékk að njóta,
eins og gulnað blað sem geymir óræð orð,
eins og gömul hefð sem búið er að brjóta,
þar er ég, þar ert þú,
þar er allt það sem ástin okkur gaf.

Þannig týnist tíminn,
þannig týnist tíminn,
þannig týnist tíminn,
þó hann birtist við og við.

Tíminn er stærð sem er erfitt að mæla en óhjákvæmilega stór þáttur í lífi allra. Hver og einn skynjar tímann á sinn hátt og margir upplifa að hann líði hratt eina stundina og hægt þá næstu, allt eftir aðstæðum. Flest förum við þó eftir sömu klukkunni og skipuleggjum okkur samkvæmt henni. Dagarnir geta oft verið annasamir og þá er gott að hafa vikutöflu við hönd til að skrifa niður daglega rútínu.

Vikuplanið frá VEGG er úr sérstakri filmu sem hægt er að skrifa á með krítartússi. Til að stroka út er best að þurrka af filmunni með rökum klút.

Hvítur krítartússpenni fylgir með vikutöflunni en fleiri litir af slíkum pennum fást meðal annars í verslunum A4

Stærð: 26 x 48 cm


Skyldar vörur