Ljóð - Einar Benediktsson

 

Einar Benediktsson fæddist árið 1864 og er í hópi fremstu skálda Íslendinga. Hann var mikill athafnamaður og stofnaði fyrsta íslenska dagblaðið, Dagskrá, árið 1896 sem hann ritstýrði auk fleiri tímarita. Hann var hvatamaður að stofnun Íslandsbanka og helsti baráttumaður þess að Ísland fengi þjóðfána sem hann lagði til að yrði hvítur kross á bláum feldi. Einar sá tækifæri í ónýttum auðlindum landsins og helsta baráttumál hans var virkjun íslenskra fossa. Þrátt fyrir stórkostleg umsvif í atvinnulífinu gleymdi hann ekki þeim sem minna máttu sín. Hann deildi hart á gildandi fátækralöggjöf og fannst að allir borgarar ættu að hafa sama rétt. Fátt var honum dýrmætara en skáldskapurinn sem hann notaði óspart til að deila hugsjónum sínum og tilfinningum með þjóðinni. Þriðji kafli kvæðisins Einræður Starkaðar, sem Einar orti á árunum 1917 til 1920, er um tilviljanir í lífinu og hvernig þær geta brugðið til beggja vona. Hjartnæmt erindi úr þessum hluta kvæðisins hefst svo:

       Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt...

Nánari texti fylgir vöru

Stærð: 36 x 80 cmSkyldar vörur