Hrafnsfjaðrir

 

Hrafn, eða Krumma, þekkja Íslendingar vel. Þessi stóri, svarti fugl getur orðið 75 cm langur og vænghafið tvöfalt stærra. Hrafnar eru merkilegir fuglar á margan hátt. Þeir para sig saman og eru oftast tveir saman á ferð. Þeir eru ákaflega tryggir maka sínum og endist hjúskapur þeirra ævilangt. Líkt og aðrir hröfnungar getur hrafninn hermt eftir hljóðum úr umhverfi sínu, þar með töldu mannamáli.

Hrafnar eru vel kunnir úr íslenskum þjóðsögum, frásögnum, vísum, ljóðum og textum. Hann tengist landnámi Íslands þar sem Hrafna-Flóki hafði þrjá hrafna sem hjálpuðu honum að finna land. Margt yfirnáttúrulegt og dulúðlegt tengist Hrafninum. Hann er sagður bæði stríðinn og hrekkjóttur. Hann er mikill spádómsfugl og hans er víða getið í hverskyns göldrum.

Stærð: 14 x 20 cm (allar saman)Skyldar vörur