Fúþark – veggspjald

Þegar Ísland byggðist voru rúnir ritmál norrænna þjóða. Orðið rún þýddi upphaflega leyndarmál eða leynilegt tákn, notað til galdra. Rúnir voru ristar eða höggnar í hart efni eins og tré, horn eða stein og einkenndust af beinum línum og hvössum hornum. Rúnastafrófið sem var notað til forna kallast fúþark eftir fyrstu sex stöfum stafrófsins. Tæplega hundrað rúnaristur hafa fundist á Íslandi og sú elsta, sem fannst í Viðey, er líklegast frá tíundu eða elleftu öld. Áletranir þar sem fúþarkið stendur sjálfstætt, eins og í vegglímmiðanum, hafa fundist víða á Norðurlöndunum og talið er að slíkar áletranir hafi verið ritaðar til lærdóms eða jafnvel notaðar sem verndargripir.

Nánari texti fylgir vöru

Stærð: 40 x 50 cm


Skyldar vörur