Mánaðarplan – vegglímmiði fyrir krítartúss

Yfirskrift mánaðarplansins frá VEGG er vísun í ljóð atómskáldsins Steins Steinarrs úr ljóðabókinni Tíminn og vatnið frá árinu 1948. Bókin hefst á eftirfarandi ljóði:

Tíminn er eins og vatnið,
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.

Og tíminn er eins og mynd,
sem er máluð af vatninu
og mér til hálfs.

Og tíminn og vatnið
renna veglaust til þurrðar
inn í vitund mín sjálfs.

Tíminn er stærð sem er erfitt að mæla en óhjákvæmilega stór þáttur í lífi allra. Hver og einn skynjar tímann á sinn hátt og margir upplifa að hann líði hratt eina stundina og hægt þá næstu, allt eftir aðstæðum. Flest förum við þó eftir sömu klukkunni og skipuleggjum okkur samkvæmt henni. Dagarnir geta oft verið annasamir og þá er gott að hafa dagatal við hönd til að skrifa niður verkefni nánustu framtíðar.

Mánaðarplanið frá VEGG er úr sérstakri krítartöflufilmu sem hægt er að skrifa á bæði með venjulegri krít og krítartússi. Til að stroka út er best að þurrka af filmunni með rökum klút.

Hvítur krítartússpenni fylgir með dagatalinu en fleiri litir af slíkum pennum fást meðal annars í verslunum A4. Lituðu pennarnir koma einnig vel út á svörtum fleti líkt og sá hvíti. 

Stærð: 56 x 78 cm


Skyldar vörur