NÝTT hjá VEGG!

Nú höfum við bætt við nýjum vegglímmiða eftir Pétur Behrens. Límmiðinn heitir Leikur og sýnir hóp íslenskra hesta á hlaupum. Ótrúlega lifandi og fallegt verk.

Einnig bjóðum við nú upp á fuglana í vörulínunni KVAK eftir Guðrúnu Sig. í minni útgáfum. Bæði er hægt að kaupa þá fjóra saman í setti eins og sést á meðfylgjandi myndunum eða hvern fugl stakan. Minnum á að einnig hægt er að líma vegglímmiðana í glugga eða spegla.

Endilega skoðið úrvalið á vegg.is. Sendum frítt heim að dyrum :)

    

Lesa meira
Markaður á "Dekur og djamm" hjá Léttsveit Reykjavíkur í dag. Eilíft stuð í kringum þann glæsilega hóp kvenna og við VEGGsystur létum okkur ekki vanta :)

  

Lesa meira
Hér má sjá vöruúrvalið okkar í Púkó & Smart. Litla Riddararósin nýkomin upp og tekur sig svona líka ljómandi vel út! Gleðilegan laugardag allir saman. Við vonum að þið njótið helgarinnar og getið kíkt í stemninguna í bænum! :DLesa meira
Nú fæst fallega Riddararósin okkar einnig í minni stærð, 53 x 16,5 cm. Komin í Púkó & Smart og á leiðinni í Kraum og fleiri verslanir á næstu dögum. Einnig hægt að versla í gegnum heimasíðuna okkar, http://vegg.is/collections/allar-vorur/products/riddararos-litil. Við sendum frítt um allt land :)

Fleiri nýjungar væntanlegar í næstu viku!

  

Lesa meira
Spennandi hlutir að gerast hjá VEGG núna. Nýjar vörur væntanlegar, meðal annars ný hestamynd frá listamanninum Pétri Behrens og jólamyndir í glugga. Fylgist með! ;)

Lesa meira
Eruð þið á leið í innflutningsgleðskap? VEGG mælir með þessum fallegu, rammíslensku verndarstöfum sem gjöf við slík tilefni. Hægt að líma á veggi, spegla, rúður og aðra slétta fleti. Íslenskur og enskur texti um sögu og merkingu galdrastafana fylgir með.

Það er hægt að versla beint í gegnum síðuna okkar http://vegg.is/ Verðið á hvorum staf er 3.500 kr. og við sendum FRÍTT heim, hvert á land sem er. Sendingatími er 1-3 virkir dagar frá því pantað er :)

P.s. það er alltaf hægt að hafa samband við okkur á vegg@vegg.is ef einhverjar spurningar vakna.Lesa meira
Sólin er mætt á Handverkshátíðina fyrir norðan! ☀️☀️☀️Lesa meira
Allt orðið tilbúið hjá okkur VEGGsystrunum fyrir Handverkshátíðina í Hrafnagili! Mikið sem við hlökkum til helgarinnar! Eru ekki allir á leiðinni norður? ;)

  

Lesa meira

Laugardaginn 29. mars verður PopUp markaður Milliliðalausrar verslunar haldinn á 4. hæð Loft hostel, Bankastræti 7. Markaðurinn er hluti af dagskrá Hönnunarmars en þar verða níu íslenskir hönnuðir samankomnir á glæsilegri sölusýningu. Við systurnar erum meðal þáttakenda og hlökkum mikið til að kynna og selja VEGGlímmiðana okkar. 

 

 

Undirbúningur er í fullum gangi og ansi mörgum klukkustundum er eytt á vinnustofunni okkar þessa dagana þar sem framleiðslan á sér stað. Lagerinn stækkar óðum og fjölmargir VEGGlímmiðar standa nú og bíða spenntir eftir að fá að prýða veggi nýrra eigenda. Gaman, gaman, gaman! :)

Ekki láta þig vanta á PopUp markaðinn á Loft hostel 29. mars. Við hlökkum til að sjá þig!

Vorið er handan við hornið og við VEGGsysturnar erum nú að komast í fullt fjör eftir stuttan jólatarnarblund. Bjartir og skemmtilegir tímar eru framundan og við erum fullar af tilhlökkun!

Við höfðum í nógu að snúast fyrir jólin og tókum meðal annars þátt í PopUp markaði Milliliðalausar verslunar í Hörpu helgina 7.-8. desember. Þar komu saman margir íslenskir hönnuðir til að selja vörur sínar beint til neytandans, milliliðalaust. Vegglímmiðunum var virkilega vel tekið og við erum yfir okkur þakklátar fyrir öll þau jákvæðu viðbrögð sem við höfum fengið síðan varan fór á markað.

 

Frá PopUp markaðinum í Hörpu