Vel heppnuð Handverkshátíð

Þá er Handverkshátíðinni í Eyjafjarðarsveit lokið í ár en við VEGG systur vorum þar með bás þriðja árið í röð. Hátíðin var vel heppnuð eins og áður og ótrúlega gaman að fá að kynna vörurnar okkar fyrir öllu þessu áhugasama fólki sem staldraði við hjá okkur. Okkur þótti sérstaklega ánæjulegt að heyra frá ánægðum viðskiptavinum sem höfðu keypt vörur hjá okkur áður og vildu kaupa aftur.

Hér eru nokkrar myndir frá helginni: 

 

Við vorum með nokkrar nýjungar á markaðnum í ár, þar á meðal nýju filmulitina okkar: kopar og stál. Þeir koma svakalega vel út og margir heilluðust mikið af þeim. Einnig vorum við með nokkra nýja límmiða. Þar má helst nefna Dagatalið okkar en það vakti mikla athygli og margir skráðu sig á biðlista eftir því þar sem filman var ekki til hjá okkur. Dagatalið kemur aftur í sölu eftir um viku.

 

Einnig vorum við með þetta flotta Hrafnapar til sölu og Ísland í svörtu, kopar og stál:

Nýju límmiðarnir okkar „Orðið þitt“ voru líka vinsælir í svörtu, kopar og stál:

Það er ánægjulegt að segja frá því að nýkjörinn forseti og konan hans, Guðni og Elísa, fengu orðið VIRÐING í stálfilmu að gjöf frá okkur systrum. Okkur þótti það passa afar vel við þeirra gildi. Við efumst ekki um að límmiðinn muni taka sig vel út á Bessastöðum! Heiður að fá að hitta þessi flottu hjón.

Takk fyrir okkur Akureyri! Hlökkum til að koma aftur :)

VEGGsystur
Vegg design
Vegg design

HöfundurSkildu eftir athugasemd