Frá systrunum í VEGG

31 október, 2013

Kæru gestir og viðskiptavinir!

Nú í haust komu VEGGlímmiðarnir okkar loks á markað eftir langan undirbúning og mikla vinnu. Við eyddum umtalsverðum tíma í að velja rétt efni í vöruna, við vildum selja fallega vegglímmiða sem endast lengi og flagna ekki af veggjunum. Framleiðsla límmiðana fer fram hér á landi og þeim er pakkað í strerkar umbúðir sem varna því að þeir verði fyrir hnjaski.

     
VEGGlímmiðarnir fást nú á nokkrum stöðum, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fyrsta sendingin fór í Kraum í september og síðan fóru sendingar í Epal, Sirku, Aurum, Bláa lónið og Around Iceland auk þess sem vörurnar voru settar í sölu í vefverslununum Kaupstadur.is og Arcticselection.com. Nú höfum við einnig opnað okkar eigin vefverslun og erum gríðarlega spenntar! Hlökkum til framhaldsins :)

 

Kveðja,

VEGGsysturnar

 Skildu eftir athugasemd