Það vorar hjá VEGG

25 febrúar, 2014

Vorið er handan við hornið og við VEGGsysturnar erum nú að komast í fullt fjör eftir stuttan jólatarnarblund. Bjartir og skemmtilegir tímar eru framundan og við erum fullar af tilhlökkun!

Við höfðum í nógu að snúast fyrir jólin og tókum meðal annars þátt í PopUp markaði Milliliðalausar verslunar í Hörpu helgina 7.-8. desember. Þar komu saman margir íslenskir hönnuðir til að selja vörur sínar beint til neytandans, milliliðalaust. Vegglímmiðunum var virkilega vel tekið og við erum yfir okkur þakklátar fyrir öll þau jákvæðu viðbrögð sem við höfum fengið síðan varan fór á markað.

 

Frá PopUp markaðinum í Hörpu

 Skildu eftir athugasemd