Þá er Handverkshátíðinni í Eyjafjarðarsveit lokið í ár en við VEGG systur vorum þar með bás þriðja árið í röð. Hátíðin var vel heppnuð eins og áður og ótrúlega gaman að fá að kynna vörurnar okkar fyrir öllu þessu áhugasama fólki sem staldraði við hjá okkur. Okkur þótti sérstaklega ánæjulegt að heyra frá ánægðum viðskiptavinum sem höfðu keypt vörur hjá okkur áður og vildu kaupa aftur.

Hér eru nokkrar myndir frá helginni: 

 

Við vorum með nokkrar nýjungar á markaðnum í ár, þar á meðal nýju filmulitina okkar: kopar og stál. Þeir koma svakalega vel út og margir heilluðust mikið af þeim. Einnig vorum við með nokkra nýja límmiða. Þar má helst nefna Dagatalið okkar en það vakti mikla athygli og margir skráðu sig á biðlista eftir því þar sem filman var ekki til hjá okkur. Dagatalið kemur aftur í sölu eftir um viku.

 

Einnig vorum við með þetta flotta Hrafnapar til sölu og Ísland í svörtu, kopar og stál:

Nýju límmiðarnir okkar „Orðið þitt“ voru líka vinsælir í svörtu, kopar og stál:

Það er ánægjulegt að segja frá því að nýkjörinn forseti og konan hans, Guðni og Elísa, fengu orðið VIRÐING í stálfilmu að gjöf frá okkur systrum. Okkur þótti það passa afar vel við þeirra gildi. Við efumst ekki um að límmiðinn muni taka sig vel út á Bessastöðum! Heiður að fá að hitta þessi flottu hjón.

Takk fyrir okkur Akureyri! Hlökkum til að koma aftur :)

VEGGsystur

Við ákváðum að skella í smá Facebook leik svona í tilefni af öllu góða veðrinu. Endilega takið þátt og hver veit nema heppnin verði með ykkur! :)

Að öðru leiti viljum við minna á að á fimmtudaginn opnar Handverkshátíðin í Hrafnagili og við verðum á okkar stað eins og vanalega. Hlökkum til að sjá ykkur á bás 39!

Þá er Handverkshátíðinni lokið að þessu ári og óhætt að segja að vel hafi tekist til. Veðurspáin lofaði ekki góðu í upphafi og það helliringdi á miðvikudeginum þegar við systurnar komum keyrandi norður. Okkur leist nú ekki á blikuna. En eins og svo oft hér á eyjunni okkar góðu tók spáin viðsnúning og veðrið var hið ljúfasta eftir allt. Sólin lét meira að segja sjá sig öðru hvoru.

 

Í ár tóku um 100 hönnuðir og handverksfólk þátt í hátíðinni og á útisvæði var hægt að bragða á og kaupa góðgæti frá -Beint frá býli- auk fjölda annarra aðila. Stemningin var allsráðandi og hátíðargestir undu sér vel við að skoða sýninguna eða yfir góðum kaffibolla, soðnu brauði, pönnukökum og öðru góðgæti í veislutjaldinu.

Við systur erum í skýjunum eftir helgina. Það er svo gaman að fá að kynna og selja vörurnar okkar öllu þessu jákvæða og áhugasama fólki. Nýju gluggamyndirnar okkar vöktu mikla athygli og margir töldu kost að þær væru ekki límdar upp svo þær er hægt að nota aftur og aftur.

Takk fyrir okkur og sjáumst aftur að ári! :)

______________

 

Handverkshátíðin í Hrafnagili er hafin þetta árið og mun standa yfir til sunnudags. Við erum himinlifandi eftir frábæran dag í dag og hlökkum mikið til framhaldsins! Sjáum ykkur vonandi sem flest :)

 

______________

Vissuð þið að inni á heimasíðunni okkar, vegg.is, má finna leiðbeiningamyndbönd um hvernig vegglímmiðarnir eru settir upp? Við vorum að bæta við nýju myndbandi þar sem við sýnum hvernig best sé að undirbúa límmiðana fyrir uppsetningu. Getur komið að mjög góðu gagni :)

Undirbúningur fyrir uppsetningu VEGGlímmiða

Lesa meira

Kukkutími eftir!

07 Desember, 2014

0 athugasemdir

Jæja, nú er klukkutími eftir af PopUp markaðnum. Búin að vera frábær stemning um helgina! Endilega kíkið við í Hafnarhúsið. Við tökum vel á móti ykkur :)

      

Lesa meira
PopUp markaðurinn er opnaður í Hafnarhúsinu. Hér er ilmandi jólastemning og fullt af fallegri hönnunarvöru til sölu! Opið 11-17 laugardag og sunnudag. Hlökkum til að sjá ykkur! :)

        

Lesa meira